Month: desember 2018

Jólaleikur Miðborgarinnar og Jólakattarins

Að fara í jólaköttinn er jafnvel ekki það versta þetta árið… Taktu þátt í Instagramleik Miðborgarinnar okkar núna í desember, 3 heppnir vinningshafar verða dregnir út 21. desember. Í verðlaun eru 15.000 kr. gjafakort Miðborgarinnar okkar. Leikreglur: Taktu mynd af þér með jólakettinum á Lækjartorgi og birtu á Instagram undir myllumerkjunum #jólakötturinn2018 og #miðborginokkar

Jólamarkaðurinn í Hjartagarðinum

Hinn árlegi jólamarkaður í Hjartagarðinum opnaði með pompi og prakt fimmtudaginn 13. desember. Þar er hægt að finna íslenskt handverk og hönnun, ilmandi götugóðgæti og sumir vilja meina að þar leynist jólaandinn sjálfur. Okkar fólk var  að sjálfsögðu á staðnum og tók þetta skemmtilega myndband. Jólamarkaðurinn er opinn: 13. og 14.des. 16:00 – 22:00 15…. Read more »