Það dylst engum sem farið hefur um miðborgina að undanförnu að mikið líf hefur færst á þann hluta Laugavegar sem austan Frakkastígs er. Sjá Moggafrétt.
Month: júlí 2014
Litríkur Laugavegur
Undanfarna daga hefur neðsti hluti Laugavegar tekið stakkaskiptum og getur nú að lita í fjölmörgum glaðlegum litum. Verkefnið hófst við gatnamót Laugavegar og Skólavörðustígs og er undirtektir rekstraraðila reyndust jákvæðar var ákveðið að halda áfram upp Laugaveg í austurátt á göngugötusvæðinu. Áréttað skal að Laugavegur er opinn fyrir bílaumferð en á hádegi er lokað fyrir… Read more »
Gengið gegn ofbeldi.
Druslugangan er orðin að árlegum viðburði í Reykjavík og víðar og hefst hún í dag kl. 14. Gengið er gegn kynferðisofbeldi og til að leggja áherslu á að standa þarf betur með þolendum – gegn gerendum, að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Gengið er frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg og Bankastræti og endað við… Read more »
Götumatarmarkaðurinn Krás á Fógetatorgi
Dagur Eggertsson borgarstjóri opnaði götumatarmarkaðinn Krás á Fógetatorgi í dag, laugardaginn 26.júlí en markaðurinn verður opinn næstu fimm helgar. Frumkvöðlar verkefnisins eru matgæðingarnir Gerður og Ólafur Örn en Reykjavíkurborg styður verkefnið með ráðum og dáð. Tími til kominn að Skúli fógeti fengi líf og fjör á torgið sem stytta hans prýðir, en undir Fógetatorgi hvíla… Read more »
Síðbúið sumar en kærkomið
Sumarið hefur verið dálítið rysjótt en allt stendur til bóta og þeir sólríku dagar sem að baki eru í sumar hafa sannarlega blásið gleði og kappi í kinnar miðborgarfólksins. Útlit er fyrir að sumarið langþráða sé núy komið til að vera, kæta og verma. Dillon, Dillongarðurinn og Boston eru vinsælir staðir á göngugötuhluta Laugavegar… Read more »
Myndlist framin og sýnd undir beru lofti á Skólavörðustíg
Það fer ekki framhjá neinum sem á ferð um miðborgina að líf og litir setja svip sinn á hverfið og allt skín svo auðvitað og glitrar skærar fyrir tilstuðlan blessaðrar sólarinnar. Laugavegurinn hefur verið málaður í skærum litum á neðsta hluta þar sem Sumargötur eru frá hádegi sérhvern dag. Neðst á Skólavörðustíg hafa rekstraraðilar komið… Read more »
Blítt er undir björkunum
Eftir rysjótta tíð er brostið á með blíðu. Stemningin lætur ekki á sér standa og mannfólkið þyrpist léttklætt út á götur og torg miðborgarinnar. Á dögum sem þessum er hvergi betra að vera á gjörvallri hnattkúlunni.
Langur laugardagur 5.júlí skartar vatnaboltum, risaskjá og lifandi tónlist
HM risaskjár NOVA á Ingólfstorgi heldur áfram að draga að sér fólk, vatnaboltar á Lækjartorgi eiga vaxandi vinsældum að fagna og “nýju” torgin Skólatorg, Laugatorg og Barónstorg verða í vaxandi mæli vettvangur tónleikahalds. Torgin fimm verða full af lífi á Löngum laugardegi 5 .júlí, en hljómsveitin White Signal mun leika órafmagnaða tónlist á hinum þremur… Read more »
HM kætir hal og sprund á Ingólfstorgi
Mikil stemning ríkir þessa dagana á Ingólfstorgi enda hefur aldrei áður verið boðið upp á jafn glæsilega aðstöðu í miðborginni til að njóta heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Það er NOVA sem kostar risaskjáinn, hljóðkerfið og skemmtidagskrána. Veðurguðirnir kunna að vera mislyndir en virðast engan ræna gleðinni þegar kemur að HM.
Recent Comments