Desembermánuður er hafinn. Hvern dag desembermánaðar opnast nýr gluggi á Facebook-síðu Miðborgarinnar okkar með sérstöku jólatilboði, afslætti eða glaðningi af einhverjum toga. Fjölbreytileikinn og vöruúrvalið í miðborginni hefur aldrei verið meira. Kíktu á www.facebook.com/midborgin og skoðaðu tilboð dagsins!
Month: desember 2014
Jóladagatal og þjóðhátíðardagur Finna á næsta leiti
Jóladagatalið okkar heldur áfram. Ný tilboð á hverjum degi.. Verlsanirnar Spútnik og Nostalgía verða með góð tilboð á næstu dögum… SUOMI PRKL heldur upp á sjálfan þjóðhátíðardag Finna á laugardaginn kemur og býður Nokian stígvél á vænlegum kjörum, en Finnland lýsti yfir sjálfsæði sínu frá Rússum árið 1917. í dag 3. desember er það hinns… Read more »
Bætt í: Opið til kl. 22:00 frá 11. des. til jóla.
Er fyrirhugaðir opnunartímar í miðborginni voru kynntir í sl. mánuði lýstu mjög margir þeirri skoðun að betur mætti ef duga skyldi. Að fengnum miklum fjölda áskorana hefur stjórn Miðborgarinnar okkar ákveðið að bregðast jákvætt við og lengja viðmið sameiginlegra opnunartíma miðborgarverslana. Frá og með fimmtudeginum 11.desember verður því opið til kl. 22:00 öll kvöld til… Read more »
Langur laugardagur í jólabúningi
Langi laugardagurinn 6.desember verður í jólabúningi og á vappi verða sönghópar og vættir, þ.m.t. tískuþrællinn Leppalúði sem mun syngja með sínu nefi. Nýir jólaopnunartímar hafa verið kynntir á midborgin.is og er verið að dreifa veggspjöldum með opnunartímum í verslanir og veitingahús. Lengdur opnunartími hefst 11. desember og stendur til jóla með einni undantekningu á sunnudeginum 14.desember…. Read more »
Fjöldi spennandi viðburða framundan í miðborginni
Stórviðburður verður á Austurvelli miðvikudaginn 10.desember kl. 17 þar sem margir af fremstu listamönnum landsins koma fram á Samstöðufundi um RÚV, en stofnuninni mun stefnt í veruleg vandræði með fyrirhugaðri lækkun á útvarpsgjaldi. Fimmtudaginn 11. desember kl. 16:00 verður síðan Jólabærinn á Ingólfstorgi formlega opnaður af borgarstjóranum í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni. Skondinn fjölbreytileiki verður… Read more »
Geitin Jónas aðstoðar borgarstjóra við að opna Jólabæinn á Ingólfstorgi
Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson opnaði Jólabæinn á Ingólfstorgi að viðstöddu fjölmenni fimmtudaginn 11.desember. Honum til aðstoðar við opnunina var geithafurinn Jónas sem er í eigu tískuþrælsins Leppalúða sem einnig var á staðnum. Hurðaskellir mætti og á staðinn sem og Lúðrasveit Austurbæjar og Jólakórinn Graduale Futuri. Jólabærinn verður opinn til kl. 22 á föstudag 13.12 og… Read more »
Girnilegur KRÁS matarmarkaður í Fógetagarði
Í dag kl. 12:00 opnaði glæsilegur KRÁS matarmarkaður í stóru tjaldi í Fógetagarðinum, við hlið Jólabæjarins á Ingólfstorgi. Þar er fjöldi fremstu matargerðarmanna- og kvenna landsins með fágætt gómgæti á boðstólum og afar skemmtileg stemning. Matarmarkaðurinn er opinn til 19:00, bæði á dag og á morgun, sunnudag 21.desember. Svo vill til að mikið úrval fágætra… Read more »
Skartgripaverslunin Orr hlaut 1.verðlaun
Fegursti jólagluggi Miðborgarinnar okkar var valinn að kveldi Þorláksmessu.Verslunin Hrím eldhús, 38 þrep og Skartgripaverslunin Orr voru tilnefndar af fagnefnd undir forystu Hafdísar Harðardóttur deildarstjóra í LHÍ og hlutu allar verslanirnar viðurkenningu í beinni útsendingu Stöðvar 2. 1. verðlaun úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra hlaut Skartgripaverslunin Orr, Laugavegi 11; Veglegan viðurkenningarskjöld, blómvönd og gjafakort… Read more »
Recent Comments