Month: desember 2013

Gleðilegt ár ~2014~

Miðborgin okkar þakkar samfylgdina á árinu 2013 og óskar öllum farsældar og gleði á nýju ári. Gleðilegt ár 2014.

Verslanir opnar til kl. 18 í dag – 16 á morgun, laugardag.

Vert að minna á að verslanir í miðborginni hafa opnað aftur eftir kærkomið og ljúft jólhlé. Enda allar búnar að standa sig prýðilega fyrir hátíðarnar í því að bjóða upp á fjölbreytt úrval í jólapakkana. En nú er hefðbundinn opnunartímtími tekinn við og kjörið að skella sér í bæinn og skipta pökkum, ef þess þarf,… Read more »

Tenórarnir þrír…afsakið fjórir!

Tónlist, jólasveinar og skemmtikrafta er að finna víða um miðborgina þessa dagana, ekki síst á sjálfri Þorláksmessunni., Í kvöld, Þorláksmessukvöld, verða tenórarnir þrír með sína árlegu jólatónleika í Jólabænum Ingólfstorgi. Að þessu sinni verður meira lagt í tónleikana en nokkru sinni áður. Risasviði hefur verið komið fyrir á Aðalstræti mót Austurstræti  með mögnuðu hljóð- og… Read more »

The Visitors í Kling og Bang

Fjölmenni var að Hverfisgötu 42 í gær við  opnun sýningar Ragnars Kjartanssonar, The Visitors. Kling og Bang hefur tekið á sig nýja mynd til að hýsa þetta stórbrotna verk Ragnars, en fjöldi annarra listamannna kemur einnig að verkinu og þar má nefna Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, Davíð Þór Jónsson, systurnar Önnu Kristínu og Gyðu Valtýsdætur, Kjartan… Read more »

Hátíðleg stund við tendrun Oslóartrésins

Margt var um manninn og börnin léku sér kát er kveikt var á jólatréinu við Austurvöll í gærdag. Þetta var  í 62. skiptið sem þessi athöfn átti sér stað í miðborginni. Söngdívurnar Ragga Gísla og Sigríður Thorlacius stigu á stokk og sungu nokkur valinkunn jólalög og síðan afhenti Dag Vernö Holter, sendiherra Noregs, Jóni Gnarr… Read more »

Ellefta jólavætturin komin í miðborgina.

Nýjasta jólavætturin Leiðindaskjóða mætti  á listasafn Reykjavíkur snemma í morgun. Það var Jón Gnarr borgarstjóri sem tók á móti vættinni ásamt leikskólabörnum og öðrum gestum safnsins en þau sættust öll á eitt um að leggja öllum leiðindum sínum í desember henni til heiðurs. Vættar miðborgarinnar eru nú orðnar 11 talsins og mun Leiðindaskjóða prýða vegg… Read more »

Móður & mistur í miðborginni

Miðborgin státar af fjölmörgum listasöfnum og galleríum. Nýjar listsýningar spretta upp í hverri viku. Sköpunargleði Íslendinga blómstrar sem aldrei fyrr og lífið í borginni nýtur góðs af. Listakonan Ziska (Harpa Einars) opnaði sýningu sína Móður & mistur sl. fimmtudagskvöld í Gallerí Bakarí, að Bergstaðastræti 14. Sýningin verður opin til 16. desember.

Borgarstjóri opnar Jólabæinn Ingólfstorgi kl. 13 á laugardag

Jólabærinn á Ingólfstorgi verður opnaður kl. 12:00 laugardaginn 7.desember og verður opinn til kl. 18. Opið verður á sama tíma sunnudaginn 8.desember og svo um næstu helgi, 14. og 15. desember. Jón Gnarr borgarstjóri mun mæta kl. 13:oo á laugardag, opna Jólabæinn með formlegum hætti og blessa, líkt og undanfarin ár. Honum til halds og… Read more »

Madison ilmhús opnar í Aðalstræti 9

Verslunin Madison ilmhús opnaði á dögunum að Aðalstræti 9 í Kvosinni. Madison er sérverslun með hágæða ilmefni og ilmvötn frá heimsþekktum framleiðendum sem flestir eiga það sameiginlegt að líta á ilmvatnsgerð sem listgrein. Verslunin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á Íslandi. Framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar leit þar við í dag ásamt deildarstjóra Kvosarinnar til að… Read more »