Hljómplötu- og geisladiskaverslunin 12 tónar fagnar 20 ára starfsafmæli sínu í dag. 12 tónar byrjuðu á Grettisgötunni en fluttu sig fljótlega á Skólavörðustíginn, þar sem þeir eru enn til húsa. 12 tónar hafa líka starfað sem útgáfa og gefið út fjölda hljómplatna, þ.á.m. Við og við Ólafar Arnalds, Seríu plötur Skúla Sverrissonar og Englabörn Jóhanns… Read more »
Month: apríl 2018
Gabríela sýnir í miðborginni
Hin frábæra listakona Gabríela Friðriksdóttir opnar sýningu í dag í Hverfisgalleríinu við Hverfisgötu 4 þar sem málverk í lakkríslitum verða til sýnis. Þetta er tilvalið tækifæri til að kíkja í bæinn í góða veðrinu, versla og næra bæði sál og líkama.
Vitundarvekjandi Umhverfishátíð í Norræna húsinu
Fjölbreytt umhverfisdagskrá fyllir Norræna húsið um helgina. Markmið hennar er að kynna einfaldar og skemmtilegar lausnir sem stuðla að grænna heimili. Boðið er upp á smiðjur, fyrirlestra, námskeið, kynningar, hönnunarsýningu og heimildarmyndir. Viðburðirnir þjóna allir þeim tilgangi að kynna leiðir til að nýta betur verðmætin í kringum okkur og draga úr sóun á ýmsum sviðum…. Read more »
Recent Comments