Month: júní 2012

Hreinsunarátakið Gestasprettur hefst föstudaginn 8.júní

Föstudaginn 8.júní hefst allsherjar hreinsunarátak Miðborgarinnar okkar, rekstraraðila og Reykjavíkurborgar. Stendur átakið fram á mánudag og munu starfsmenn Reykjavíkur hirða ruslapoka af gangstéttum laugardag- , sunnudags- og mánudagsmorgun. Dreift verður kústum, fægiskóflum og málingapenslum til rekstraraðila og þeir brýndir til að sýna frumkvæði og ábyrgð við að halda borginni hreinni. Í framhaldinu verður gerður sérstakur… Read more »

Ylströnd Ingólfs

Efnt var til þankatankar í Kvosinni nýverið um hvernig gera mætti Ingólfstorg sem mest aðlaðandi fyrir gesti og gangandi. Sú hugmynd sem sammælst var um kemur ýmsum á óvart en í hugmyndinni felst m.a. að mynda e.k. ylströnd á Ingólfstorgi með tilheyrandi ljósum sandi, grasi,gróðri, upplásinni sundlaug, sólbekkjum og tilheyrandi. Hugmyndin er litrík og framkallar… Read more »

Kex hostel slær í gegn

Kex hostel við Skúlagötu 28 er einn heitasti staður miðborgarinnar um þessar mundir. Þar fer saman skemmtilegt umhverfi, góður matur og smekkvísi í vali á tónlist. Sérhvern þriðjudag er boðið upp á fyrsta flokks jazztónlist, íslenskra og erlendra jazzista. Hljómburður er góður í húsinu og aðsókn mikil. Það er knattspyrnukappinn Pétur Marteinsson sem leiðir hóp… Read more »

Viðhorfskönnun

Nú liggja fyrir niðurstöður viðhorfskönnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Miðborgina okkar um ýmis mál er varða rekstraraðila og almenning í miðborginni. Hægt er að skoða niðurstöðurnar í pdf viðhengi. Viðhorfskönnun meðal aðila sem stunda rekstur í miðborginni apríl 2012

Ofbeldið burt!

Einn dapurlegasti ljóður á samfélagi okkar er það ofbeldi sem brýst reglulega út á galeiðu næturlífsins í Reykjavík. Fólskulegar árásir illmenna á blásaklaust fólk sem í sumum tilfellum nær sér aldrei að fullu, er með öllu óviðunandi og löngu tímabært að skera upp herör gegn. Í langflestum tilfella af þessu tagi eru örvandi efni hvatinn… Read more »

Inspired by Iceland hefur skilað áþreifanlegum árangri nú þegar

Ljóst er að landkynningarátakið Inspired by Iceland er í góðum höndum og er þegar farið að skila áþreifanlegum árangri í fjölgun ferðamanna á vetrartíma. Einkum eru það helgarferðir sem virðast heilla ferðamenn á þessum árstíma en jafnfrat má greina stóra hópa frá ýmsum heimshornum sem hér virðast dvelja á virkum dögum einnig. Fjölfarnasti ferðamannastaður Íslands… Read more »

Fuglar í Ráðhúsi

Vert er að benda á einstaklega fallegar ljósmyndir sem nú eru til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur. Myndefnið er sótt í næsta nágrenni Ráðhússins og ber hæst myndir af svönum á Reykjavíkurtjörn og kríum í Vatnsmýrinni. Þó mannlífið í miðborginni sé oft fagurt á að líta í sólbjartri miðborginni sýna umræddar myndir að fuglalífið í borginni… Read more »

Þjóðhátíðardagurinn 17.júní

Tíðindamaður Miðborgarinnar okkar fór á stúfana á 17. júní. Hér getur að líta nokkrar valdar þjóðhátíðarmyndir.            

Risaskjár á Ingólfstorgi, grasi gróin ylströnd og tónleikahald

Risaskjá hefur verið komið upp á Ingólfstorgi auk þess sem torgið hefur verið tyrft að hluta. Lækjartorg sækir í sig veðrið sem tónleikastaður á laugardagseftirmiðdögum og Hjartatorg er miðstöð hins unga og frjálsa Íslands. Brosandi borg er sannkallað réttnefni um þessar mundir.