Month: apríl 2016

Sólríkur Langur laugardagur með rokkuðum innslögum

Í dag, 2.apríl er Langur laugardagur og sól skín í heiði. Ein af fremstu unglingahljómsveitum landsins, Meistarar dauðans, mun koma fram á nokkrum stöðum í dag: KL. 13:30 í Ellingsen á Granda, kl. 14:30 á Barónstorgi við laugaveg 77, kl. 15:30 á Laugatorgi við Kjörgarð og kl. 16:30 á Skólatorgi á horni Skólavörðustígs og Bankastrætis…. Read more »

Óþolandi framganga verktaka í miðborginni

Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri lýsti þeirri skoðun sinni nýverið að Ísland hefði verið hernumið af ferðaþjónustunni. Þó okkur beri að fagna sívaxandi áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi og þeirri veltuaukningu sem slíkt hefur í för með sér, ber að taka orð landgræðslustjóra alvarlega og ígrunda sannleiksgildi þeirra. Einnig mætti velta fyrir sér hvort heimfæra beri líkingarmál… Read more »

Vel lukkuð Barnamenningarhátíð að baki

Barnamenningarhátíðinni sem haldin var í sjötta sinn í ár lauk í gær og þótti heppnast sérlega vel. Barnamenningarhátíð er vettvangur þar sem þátttaka barna og ungmenna er höfð í hávegum og áhersla lög á menningu fyrir börn og með börnum. Viðburðir og sýningar fóru fram víðsvegar um Reykjavík en stærstur hluti þeirra var í rótgrónum… Read more »

Frank Michelsen fagnar tímamótum

Athafnamaðurinn Frank Michelsen, úrsmiður og eigandi verslunarinnar Michelsen úrsmiðir að Laugavegi 15, fagnaði 60 ára afmæli 26.apríl og gladdist af því tilefni í góðum hópi nánustu vina og aðstandenda. Frank hefur verið afar farsæll í rekstri sínum og framleiðslu á eigin úrum. Fyrirtæki hans var áður rekið af föður hans og þaráður af afa hans,… Read more »

Peysuklæddir menntskælingar á kreiki í miðbænum

Nemendur Verzlunarskólans létu hráslagalegt veður ekki aftra sér í gær, en þá var hinn ár­legi peysu­fata­dag­ur fjórðubekk­inga í Verzl­un­ar­skól­an­um haldinn með pompi og pragt eins og hefð er fyrir síðan árið 1924 þegar fyrsti peysufatadagur verzlunarskólans var haldinn. Víða mátti því sjá prúðbúið ungt fólk á kreiki í miðborg Reykja­vík­ur sem setti skemmtilegan svip á… Read more »

Kokka í blóma

Verslunin Kokka á Laugavegi 47 fagnaði 15 ára afmæli í vikunni og efndi til móttöku af því tilefni. Framkvæmdastjórinn Guðrún Jóhannesdóttir sem á og rekur verslanir Kokku ásamt fjölskyldu sinni er virkur þátttakandi í félagsstarfi Miðborgarinnar okkar sem stjórnarmaður og deildarstjóri Deildar 2, en hún er jafnframt virkur þátttakandi í Samtökum atvinnulífsins og átti drjúgan… Read more »

Sumarblíðan trekkir

Brakandi sól og blíða leggur blessun yfir miðborgarfólk í dag, síðasta laugardag aprílmánaðar og er mikið fjölmenni þegar á götum og torgum miðborgarinnar. Þeim verslunum fjölgar nú stöðugt sem kjósa lengdan opnunartíma, en þar ruddu bókaverslanir miðborgarinnar brautina. Metfjöldi erlendra gesta mælist nú frá mánuði til mánaðar.