Month: janúar 2017

GRRRRRRLS sýnt aftur í Tjarnarbíó

Aukasýning eða á dansverkinu GRRRRRRLS eftir Ásrúnu Magnúsdóttur eða aukaaukalokalokasýning eins og hún er kölluð í auglýsingunni verður í Tjarnarbíói fimmtudaginn 19. janúar næstkomandi en í henni kemur hópur unglingsstúlkna fram og tekst á við viðfangsefnið að verða unglingur. Sýningin vakti mikla athygli á Reykjavík Dance Festival í haust en hún var fyrst sett upp… Read more »

Trio Mediæval og Saumur í Hallgrímskirkju

Hið víðfræga norska söngtríó Trio Mediæval heldur tónleika í Hallgrímskirkju á morgun, laugardaginn 21. janúar ásamt tríóinu Saumi, sem er skipað af Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni og norska trompetsnillingnum Arve Henriksen. Trio Mediaeval er skipað söngkonunum Önnu Mariu Friman, Linn Andreu Fuglseth og Berit Obheim. Tríóið sem var stofnað árið 1997 í Osló hefur frá… Read more »

Fold skartar fjölhæfum sveitunga

Einn fjölhæfasti listamaður landsins opnar sýningu í Gallerí Fold við Rauðarárstíg n.k. laugardag kl. 15:00. Sá sem um ræðir er myndlistarmaðurinn, leikarinn, höfundurinn, söngvarinn og hljóðfæraleikarinn Magnús Jónsson sem vakti fyrst athygli með hljómsveit sinni Silfurtónum en gekk síðan til liðs við Gus Gus og gerði garðinn frægan með þeim um árabil. Þá hefur Magnús… Read more »

Kostakjör í miðborginni

Á þessum tíma árs er hægt að gera kjarakaup í miðborginni, enda víða útsölur að finna í kjölfar jólanna. Afslættirnir sem um ræðir á útsölum rekstraraðila spanna allt litrófið, frá 10% til 70% . Nú er því tækifærið til að gera vel við sig og sína því senn lýkur útsölum og margar vörur víkja fyrir… Read more »

Myrkir músíkdagar að hefjast

Myrkir músíkdagar hófust í gær með tónleikum Þórönnu Daggar Björnsdóttur í Mengi. Tónleikar Þórönnu voru einskonar upptaktur að hátíðinni sem sett verður á morgun en einnig var í forhátíðardagskránni málstofa um stöðu íslenskrar hljómsveitartónlistar á 21. öld í Kaldalóni og tónleikar Eddu Erlendsdóttur þar sem hún flutti verkið Yrkjum fyrir flygil og rauntímahljóðvinnslu eftir son… Read more »

Stólar á veggjum Mokka

Á hinu sögufræga kaffihúsi Mokka við Skólavörðustíg getur um þessar mundir að líta einstaka sýningu sem Gunnar R. Kristinsson myndlistarmaður og hönnuður hefur sett saman og byggir á þekktum hönnunarlínum stóla í gegnum tíðina. Sýningin er einstaklega falleg og fróðleg í senn og prýðir alla veggi kaffihússins góða sem stofnsett var 1958. Sýningin ber nafnið… Read more »

Inn á græna skóga | Sýning á ljóðum Snorra Hjartarsonar

Þann 4. nóvember síðastliðinn opnaði í Borgarbókasafninu í Grófinni sýning á ljóðum Snorra Hjartarsonar. En einnig eru til sýnis munir sem tengjast starfi hans hjá Borgarbókasafninu sem bókavörður. Sýningin ber heitið Inn á græna skóga, en hún er að hluta til framhald samnefndrar sýningar sem opnaði á Þjóðarbókhlöðunni í apríl í fyrra. Sýningin er haldin… Read more »

Listasýning Katrínar Matthíasdóttur í Norræna húsinu

Listasýning Katrínar Matthíasdóttur opnaði í Norræna húsinu um helgina og stendur til 8. febrúar. Katrín sýnir annars vegar pottrett myndir af drengjunum hennar þremur og hins vegar myndir sem vísa til heimsváar, misskiptingu, mengunnar og loftslagsbreytinga. Verkin eru áleitin og hugsuð til að vekja áhorfandann til umhugsunar um sameiginlega ábyrgð okkar allra á framtíðinni og… Read more »

Alþjóðlegur dagur fíflagangs í Vonarstræti í dag

Það telst nýnæmi að Íslendingar skuli í fyrsta skipti í ár fagna Alþjóðlegum degi fíflagangs (International Silly Walk Day). Fíflagangsdagurinn fór fram í dag og var fíflagangbrautarmerki sett upp í Vonarstræti af tilefninu. Dagurinn er tileinkaður öllum þeim sem berjast fyrir bættri geðheilsu. Samkvæmt facebook-síðu viðburðarins reynum við flest að tileinka okkur allt það sem… Read more »

Gombri opnar í Borgarbókasafninu

Myndasögusýningin Gombri opnar í myndasögudeild Borgarbókasafnsins í Grófinni, Tryggvagötu 15 í dag klukkan 16. Myndasagan Gombri kom út 1. apríl 2016. Sagan fjallar um Gombra sem ákveður að yfirgefa heimili sitt, Garðinn, því hann er orðinn leiður á drunganum sem umkringir hann. Hann leggur uppí langt ferðalag og hefur ekki í hyggju að snúa aftur…. Read more »