Month: júlí 2017

Sörur á safni lista

Freyjudjassinn heldur áfram í Listasafni Íslands og í dag, þriðjudag 4.júlí kl. 12:00 stíga þar á stokk þær Sara Blandon söngkona og Sara Mjöll Magnúsdóttir píanóleikari. Óhætt er að mæla með þessum tónleikum, báðar þykja Sörurnar skara fram úr, hvor á sínu sviði.

Blíðan í bænum speglast í mannfólkinu

Sól skín í heiði og mannfólkið streymir í bæinn. Aldrei hafa fleiri valkostir verið í boði fyrir þá sem vilja njóta veitinga eða verslunar í miðborg Reykjavíkur, ný söfn og afþreyingarmöguleikar bætast við í hverjum mánuði, enda aldrei fleiri gestir verið samankomnir á einum bletti en raun ber nú vitni í miðborg Reykjavík sumarið 2017…. Read more »

Munngát á heimsmælikvarða!

Hið sõgufræga kaffihús MOKKA við Skólavõrðustíg hefur õðlast nýjan rústrauðan lit. Það lyftir ásýnd Stígsins enn frekar, en gatan er ein sú fegursta í borginni. Á Mokka býðst síðan einhver albesti kaffidrykkur sem um getur ; Sviss Mokka sem gerður er úr ekta súkkulaði, espressókaffi og þeyttum rjóma. Þar fer munngát á heimsmælikvarða!

Veggjakot víki fyrir vegglist

Engum dylst hversu hvimleitt veggjakrotið í miðborginni getur orðið, ef ekki næst að hreinsa það jafnóðum. Ein farsælasta vörn gegn veggjakroti fyrir utan að hreinsa það jafnóðum, er að skreyta veggi skapandi og óvenjulegri vegglist. Það er gildir nefnilega hið sama um muninn á veggjakroti og vegglist og um muninn á kroti og list: Hið… Read more »

Stíg í væng á Stígnum fagra!

Skólavörðustígurinn er af mörgum talinn vera fegursta gata landsins. Iðandi mannlíf, fallegar verslanir og veitingahús einkenna þessa götu sem tekin var vandlega í gegn fyrir 10 árum. Sú endurgerð með tilheyrandi uppgreftri, lokunum og tálmunum hvers konar olli rekstraraðilum á götunni verulegum búsifjum, en þeim mun betri Skólavörðustíg þegar upp var staðið. Í dag er… Read more »