Month: maí 2016

Afríkumenn magna upp bongóblíðu á Laugavegi og Granda

Laugardagurinn 7.maí er Langur laugardagur í miðborginni og er spáð hlýju. Afrískir slagverksmenn annast upplífgandi tónlistarflutning í miðborginni á þessum degi og hefja þeir leikinn á Fiskislóð 1 á Granda kl. 13:30 – í verslun Ellingsen- með hafsæknum hryntegundum. Kl. 14:30 verður hópurinn á Barónstorgi að Laugavegi 77, kl. 15:00 að Laugatorgi – við Kjörgarð,… Read more »

Krakkar og kakó á Skólavörðustíg

Í dag, mánudaginn 9.maí kl. 13:00 mun fjöldi leikskólabarna verða við opnun á listsýningu á Skólavörðustíg og verður boðið upp á heitt kakó af því tilefni. Skólavörðustígur komst í heimsfréttirnar á sl. ári þegar regnbogalitir voru málaðir á hann. Að þessu sinni verður gatan sjálf ekki máluð, en verður þess í stað vettvangur fyrir unglist…. Read more »

Fjölmenningardagur í vændum – Skráningu lýkur á morgun 10.maí

Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar verður haldinn hátíðlegur þann 28. maí næstkomandi. Dagurinn er nú haldinn í áttunda sinn en hann hefur svo sannarlega öðlast sess í hugum borgarbúa sem hátíð sem setur skemmtilegan blæ á borgarlífið. Dagurinn hefst með því að borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson setur fjölmenningardaginn kl. 13:00 við Hallgrímskirkju, en þaðan verður gengið í… Read more »

Vinnustofan opnuð með nýju sýningarrými

Myndlistarmaðurinn Úlfar Örn Valdemarsson er þúsundþjalasmiður í víðasta skilningi orðsins og hefur komið víða við á ferlinum, m.a. í auglýsingateiknun, innréttingu veitingastaða, gerð glerskúlptúra, leikmyndahönnun og fleira. Hans stærsta ástríða er þó myndlistin en hann hefur haldið einkasýningar á Sólon Íslandus og víðar, auk þess sem verk hans eru til sölu hjá Gallerí List. Fyrir… Read more »

Icelandic Sagas: Greatest Hits í Hörpunni

Tveir af frambærilegustu leikurum þjóðarinnar, Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson, kynna Íslendingasögurnar – Brot af því besta á 75 mínútum – stórskemmtilega leikhús rússíbanaferð í gegnum þjóðararf íslensku fornbókmenntanna í Hörpunni. Íslendingasögurnar eru 40 sannar sögur af fyrstu kynslóðum íslenskra landnema – Það er að segja Íslendingar segja að þær séu sannar. Flestir… Read more »

BOWIE – The Session

Ljósmyndasýningin Bowie – The Session eftir hinn heimsfræga Gavin Evans er opin í Esju, nýjum sýningarsal Hörpu. Sýningin er opin á hverjum degi frá kl. 11:00 – 18:00. Bretinn Gavin Evans er búsettur í Berlín og er þekktur fyrir einstakt auga fyrir andlitsmyndum. Hann hefur myndað stjörnur á við Julliette Binoche, Daniel Craig, Dusty Springfield,… Read more »

Miðborgarvaka á fimmtudaginn

Hin árlega MIÐBORGARVAKA vorsins verður n.k. fimmtudag 19.maí til kl. 21:00. Undanfarin ár hefur þessi viðburður tekist einstaklega vel og rekstraraðilar miðborgarinnar nýtt daginn til að vekja athygli á tilteknum vörum, tilboðum og uppákomum. Listahátíð í Reykjavík hefst formlega um helgina og MIÐBORGARVAKAN hefur iðulega verið haldin í aðdraganda hennar þegar andi lista og menningar… Read more »

Ólafur Bach Elíasson

Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld. Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk… Read more »

Sýning um Þorskastríðið í Sjóminjasafninu

Í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna stendur yfir sýningin For Cod´s sake í Sjóminjasafninu. Það eru meistaranemar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem standa að sýningunni en hún fjallar um pólitískar deilur milli Íslands og Bretlands um fiskveiðiréttindi á Íslandsmiðum á árunum 1958-1976. Við sögu koma fagurklæddir sjómenn frá… Read more »

Þrítugasta Listahátíð í fullum gangi

Listahátíð í Reykjavík hófst með dansgöngu í miðborginni síðastliðinn laugardag en með göngunni var vakin athygli á mikilli fjölbreytni í danslist á Íslandi. Danslistinni er reyndar gert hátt undir höfði á hátíðinni í ár, meðal annars með heimsókn San Francisco ballettsins sem sýnir hátinda úr ferli Helga Tómassonar, sem stýrt hefur flokknum í þrjá áratugi…. Read more »