Month: október 2017

Kjötsdúpudagur laugardaginn 21.október

Framundan er hinn árlegi Kjötsúpudagur á Skólavörðustíg, en þá verður að vanda miklu tjaldað til og þúsundum lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Potturinn og pannan í þessum árlega stórviðburði er Jóhann Jónsson meistarakokkur og athafnaskáld í Ostabúðinni, en honum til atfylgis er m.a. fjölskyldan að baki Gullsmiðju Ófeigs, Eggert feldskeri og… Read more »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudegi Skólavörðustígs nú á laugardaginn!

N.k. laugardag 21.október verður haldinn hátíðlegur hinn árlegi Kjötúpudagur á Skólavörðustígnum kl. 13:00 – 16:00 í samstarfi dugmikilla rekstraraðila á Skólavörðustíg, ötulla framleiðenda búvöru og valinna fyrirtækja. 1500 lítrar af lostagóðri súpu verða eldaðir af nokkrum af fremstu matreiðslumeisturum landsins og fram reiddir víða um Skólavörðustíginn. Mikill fjöldi fólks leggur jafnan leið sína á Stíginn… Read more »

Miðborgarvaka á Airwaves n.k. fimmtudag 2.11.

Hin árlega Miðborgarvaka á Airwaves verður að þessu sinni haldin fimmtudaginn 2.nóvember 2017. Fjölþætt off-venue dagskrá er í boði víðsvegar um miðborgina, fjöldi verslana verður opinn til kl. 21:00 – aðrar til kl. 22:00, barir, tónleika- og veitingahús mun lengur. Söngvaskáld verða á faraldsfæti og sérviðburðir um alla miðborg. Þetta er tilvalið og kærkomið tækifæri… Read more »