Month: apríl 2017

Sól og blíðviðri á Löngum laugardegi

Blíðviðri einkennir Langa laugardaginn 1.apríl og fjöldi fólks heldur til að versla og njóta lífisns í miðborginni. Harmonikkuleikarar eru á ferli og efla suðræna stemningu en mikill fjöldi viðburða er í boði á þessum degi um gjörvalla borg. Kolaportið laðar jafnan til sín fjölda fólks og allnokkuð er um sértilboð á vörum.

Margþætt afstaða til fjölgunar ferðamanna

Almennt séð eru Íslendingar allánægðir með fjölgun ferðamanna á landinu þar sem u m 45% segjast vera ánægð með hana. Á meðan segjast aðeins slétt 16% vera óánægð með fjölgunina en hátt í 40% falla á milli o g svara í meðallagi. Ánægja með fjölgun ferðamanna er meiri meðal eldra fólks en yngra auk þess… Read more »

Harold Burr kveður Vetur konung í miðborginni

Hinn þekkti söngvari, Harold Burr sem dvalið hefur á Íslandi um áratuga skeið, mun syngja brott Vetur konung og fagna sumri í Hannesarholti n.k. miðvikudag 19.apríl sem er síðasti vetrardagur. Harold sem er fyrrum liðsmaður hinnar goðsagnakenndu söngsveitar The Platters mun flytja mörg af sínum eftirlætislögum úr söngvasafni gospeltónlistarinnar. Það er tilvalið að kíkja og… Read more »

Velkomin til Noregs sýnd í Bíó Paradís

Norska kvikmyndin Velkomin til Noregs hefur verið tekin til sýninga í Bíó Paradís. Um er að ræða bráðfyndna og raunsama gamanmynd um málefni innflytjenda sem varða alla heimsbyggðina um þessar mundir. Myndin fjallar um Petter Primus, fjallahótelseiganda, sem er draumóramaður sem allt virðist fara í vaskinn hjá. Til að bjarga fjárhagi fjölskyldunnar fær hann þá… Read more »

Veröld Vigdísar vígð í dag

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hefur fengið varanlegt aðsetur í nýju húsi sem byggt hefur verið sérstaklega til að hýsa hana. Húsið hefur hlotið nafnið Veröld – Hús Vigdísar, sem var það nafn sem bar sigur úr býtum í sérstakri samkeppni um heiti hússins. Stofnuninni er ætlað að hjálpa til við að viðhalda íslenskunni,… Read more »

Kumiko lifir góðu lífi

Te- og kaffihúsið Kumiko er staðsett úti á granda í húsi þar sem áður var Grandakaffi. En húsnæðinu var gerbreytt fyrir opnun staðarins. Mumiko opnaði síðasta haust og hefur notið mikilla vinsælda sem fara æ vaxandi. Tehúsið einkennist af japönskum Manga teiknimyndum, litadýrð og forvitnilegum veitingum. Þar er boðið uppá tuttugu mismunandi tegundir af tei,… Read more »

Ion City opnar á Laugavegi 28

Hið þekkta og vinsæla Ion hótel á Þingvöllum er að stærstum hluta í eigu hjónanna Sigurlaugar Sverrisdóttur og Halldórs Hafsteinssonar. Þau hafa nýverið lokið framkvæmdum á húsinu að Laugavegi 28 þar sem þau hafa opnað stórglæsilegt hótel sem hlotið hefur nafnið Ion City. Formlega verður opnað fyrir bókanir mánudaginn 24.apríl en undanfarna daga hefur staðið… Read more »

Ricky Gervais ánægður með undirtektir í Hörpu

Einn áhrifamesti breski grínisti sögunnar, Ricky Gervais, kom fram fyrir fullu húsi í Eldborgarsal Hörpu á sumardaginn fyrsta og svo aftur á aukasýningu daginn eftir sem uppselt var á eins og þá fyrri. Um var að ræða sýninguna Humanity, sem er fyrsta uppistandssýning Gervais í sjö ár. Óhætt er að segja að Gervais hafi slegið… Read more »

Heilsusamlegur ís og vítamín á Njálsgötu

Verslanirnar Mamma veit best og JOYLATO eru líkar og ólíkar í senn og reknar í sama húsnæði á tveimur stöðum; Laufbrekku 30, Kópavogi og svo Njálsgötu 1 en verslanirnar á Njálsgötu opnuðu síðasta sumar og hafa notið gífurlegra vinsælda. Þar er opið til 23 á kvöldin og alltaf nóg að gera. JOYLATO selur einstakan og… Read more »