Month: janúar 2016

Fjölmargar verslanir í miðborginni bjóða upp á sértilboð og útsölur í dag, laugardaginn 2.janúar 2016. Þá er lengdur opnunartími orðinn fastur hjá vaxandi fjölda verslana, en helstu bókaverslanir miðborgarinnar hafa verið þar í forystuhlutverki , með því að opna kl 10:00 á morgnana og loka ekki fyrr en kl 22:00. Þá eru veitingahúsin opin fram… Read more »

Mammút á Húrra!

Hljómsveitin Mammút mun á nýju ári flytja fyrir okkur ný, ókláruð og áður spiluð lög laugardaginn 9. janúar kl. 21:00 á skemmtistaðnum Húrra. Mammút var stofnuð sem stúlknatríó 2003 undir nafninu ROK. Mammút nafnið var þó tekið upp fljótlega og bættust þá strákarnir í hópinn. Mammút tók þátt í Músíktilraunum 2004 og bar sigur af… Read more »

Fjöldi erlendra gesta í Reykjavík jókst um liðlega þriðjung milli ára

Jóavertíðin í miðborginni var almennt góð og gjöful ef marka má hljóðið í rekstraraðilum miðborgar að undanförnu. Rímar það við þær niðurstöður mælinga á fjölda erlendra gesta í Reykjavík sem nú liggja fyrir hjá Höfuðborgarstofu. Liðlega 32% aukning reyndist vera milli ára í desember, um 35% í nóvember og um 40% í október. Fjölgun asískra… Read more »

Myrkir músíkdagar á næsta leiti

Einni elstu og rótgrónustu tónlistarhátið landsins, Myrkum músíkdögum, verður hleypt af stokkunum þann 28. janúar. næstkomandi. En árlega síðan 1980 hefur þessi framsækna hátíð, sem stofnuð var af Tónskáldafélagi Íslands, veitt birtu í huga áhorfenda í svartasta skammdeginu. Áherslan í ár eru áhugaverðir og skemmtilegir tónleikar og eru frumflutningar í meirihluta þeirra verka sem flutt… Read more »

Leiðinlegasti dagur ársins ekki svo leiðinlegur í Reykjavík

Þriðji mánudagur ársins er í enskumælandi heimi kallaður blár mánudagur (blue monday) en hugmyndin kom fram árið 2005 í Bretlandi þar sem vísindamenn settu saman umdeilda jöfnu sem sýna átti fram á að téður mánudagur væri leiðinlegasti dagur ársins. Ekki var þó ástæða til annars fyrir Reykvíkinga en að sýna af sér kæti í gær,… Read more »

Úlfur Úlfur og Emmsjé Gauti á Húrra

Á Húrra n.k. laugardag koma fram þrír góðir vinir sem elska að rappa. Þeir eru allir búnir að rappa ótrúlega lengi og sagan segir að þeir nálgist tíu þúsund klukkutíma í æfingu þegar að því kemur að flæða og flówa. Vinirnir skiptast í kærustuparið Úlfur Úlfur og þriðja hjólið Emmsjé Gauta. Enn meiri vinátta verður… Read more »

Krakkamengi fer af stað á morgun

Tónleikastaðurinn Mengi hefur verið starfræktur á Óðinsgötu 2 síðan í desember 2013. Þar eru vikulega haldnir þrennir tónleikar; fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl. 21, og hefur framsækin, fjölbreytt og lifandi dagsskrá staðarins vakið mikla lukku. Krakkamengi, tónlistarsmiðja fyrir börn á aldrinum 4 til 6 ára, undir leiðsögn Benna Hemm Hemm og gestakennara úr röðum landsþekktra… Read more »

Magnús Lingdal Magnússon fangar ljósadýrð í Lækjargötu

Með hækkandi sól fjölgar þeim augnablikum þar sem samspil sólarljóss og götumyndar hrífa vegfarendur í miðborginni. Þessi ævintýralega mynd af Lækjargötunni í ljósaskiptunum sem tekin var af aðstoðarmanni rektors Háskóla Íslands, Magnúsi Lyngdal Magnússyni, hefur farið víða um samfélagsmiðlasíður borgarbúa á undanförnum dögum og verið deilt ótal sinnum, enda mótívið kunnugt borgarbúum og miðborgarunnendum og… Read more »

Norrænn bókamaður hefst í Norræna húsinu um helgina

Norrænn bókamarkaður verður opinn í bókasafni Norræna hússins 30. janúar til 5. febrúar 2016. Á boðstólum verða forvitnilegar og spennandi bækur á Norðurlandamálum, nýlegar og eldri, fyrir börn og fullorðna, skáldsögur, barnabækur og fræðibækur. Sérstaklega verður mikið af nýjum og eldri bókum á norsku og sænsku í boði fyrir börn og unglinga. Opið frá kl…. Read more »