Month: október 2013

Dömukvöld á Lokkandi Laugavegi í kvöld

Í kvöld verða fjölmargar verslanir á Laugavegi opnar til kl. 21:00 , en Dömukvöld á Lokkandi Laugavegi var fyrst hleypt af stokkur sl. vor og er nú endurtekið með fleiri  verslunum en áður. Upphaflega voru það nokkrar kraftmiklar konur efst á Laugavegi sem tóku sig saman um að skapa eitthvað skemmtilegt fyrir austasta hluta þessarar… Read more »

Dóra Takefusa opnar Bast Reykjavík á Hverfisgötunni

Dóra Takefusa opnaði á dögunum nýjan stað, Bast Reykjavík, og er hann staðsettur að Hverfisgötu 20, skáhallt á móti Þjóðleikhúsinu. Staðurinn er hinn glæsilegasti og gefur þar að líta flott graffítíverk eftir myndlistamanninn Örn Tönsberg. Bast er bjartur og flottur staður, tilvalinn viðkomustaður fyrir og eftir Þjóðleikhússýningar, en staðurinn mun verða opinn alla daga vikunnar… Read more »

Miðborgarvaka til kl. 22:00 föstudaginn 1.nóvember

Airwaves hátíðin er að hefjast og þúsundir erlendra gesta er á leið til landsins. Stemningin í miðborginni á þessari fjölsóttu hátíð er jafnan frábær. Rekstraraðilar í miðborginni efna til Miðborgarvöku þar sem verslanir verða opnar til kl. 22:00 föstudaginn 1.nóvember og verður úr margs konar uppákomum og tilboðum  að velja. Spáin er góð og líkur á… Read more »

Airwaves hátíðin er hafin!

Stemmningin á Kex hosteli var vægast sagt  frábær um hádegisbilið í dag og fólk fullt tilhlökkunnar fyrir komandi helgi! Fyrsti dagur Airwaves hátíðarinnar er genginn í garð og miðborgin iðar af mannlífi og menningu, en margir ferðamenn eru komnir hingað til landsins til að njóta hátíðarinnar. Kaffi- og öldurhús borgarinnar eru sneisafull af viðburðum á svokallaðri… Read more »

Forynja og Kolbrún Ýr í Kirsuberið

Fatahönnuðurinn Kolbrún Ýr og Sara María Forynja, textíl- og fatahönnuður, hafa sammælst við eigendur Kirsubersins að Vesturgötu 4 um að hafa sína frábæru hönnun á boðstólum þar og var efnt til fagnaðar þar í gær af því tilefni. Kolbrún Ýr kynnti þar ný hálsmen sín “elsk” , og Sara María kjóla sína sem hún vinnur í… Read more »

Kindarlegir söngvar við undirbúning kjötsúpunnar

Það ríkti þjóðleg og karlmannleg gleði í eldhúsinu á Hótel Holti í gær við undirbúning Kjötsúpudagsins á Skólavörðustíg. Kindarlegir söngvar á borð við Me,me,me og Kjötsúpan voru fluttir auk þess sem lopinn var teygður í aðdraganda stærstu lopapeysu-tískusýningu síðari tíma sem verður kl. 15:30 á Kjötsúpuhátíðinni. Þetta verður eitthvað!

Hinn árlegi Kjötsúpudagur á Skólavörðustíg er á laugardag

N.k. laugardag, 26.október er Fyrsti vetrardagur og þá hefst jafnframt Gormánuður. Framtakssamir rekstraraðilar Skólavörðustígs og nágrennis undir forystu Jóhanns Jónssonar matreiðslumeistara í Ostabúðinnni hafa um árabil efnt til glæsilegs Kjötsúpudags á þessum degi og svo verður einnig nú. Hundruðir lítra af gómsætri kjötsúpu munu renna ofan í kok ,vélindu og maga Reykvíkinga og nærsveitamanna, þeim… Read more »

Langur laugardagur á bleikum nótum

Laugardagurinn 5.október er Langur laugardagur og að venju margt á döfinni. Kl. 14:00 verður Brúðubíllinn með skemmtilegheit fyrir alla fjölskylduna æa Lækjartorgi og á sama tíma verður hljómsveitin White Signal með tónleika víðs vegar um miðborgina. Októbermánuður er síðan mánuður margra viðburða auk þess sem Bleika slaufan setur svip sinn á borgina.

Líf og fjör á Löngum laugardegi

Blíðviðri helgarinnar gaf Löngum laugardegi glaðlega stemningu en margir lögðu leið sína í miðbæinn til að fylgjast með Brúðubílnum á Lækjartorgi, hljómsveitinni White Signal víðs vegar og til að njóta veitinga og versla í upphafi októbermánaðar.

Vel heppnað Dömukvöld á Laugavegi

Dömukvöldið sem haldið var öðru sinni á Laugavegi fimmtudaginn 3.október heppnaðist prýðisvel og lögðu fjölmargar dömur leið sína á vit Lokkandi Laugavegar fram eftir kvöldi, en verslanir voru opnar til kl. 21:00 og sumar lengur. Það færist í vöxt að fimmtudagar séu nýttir til félagslífs og upplyftingar í miðborginni. Sú var sannarlega raunin umrætt kvöld… Read more »