Month: október 2016

Mýrarskuggar

Viðfangsefnið á sýningunni Mýrarskuggar sækir Sigtryggur í votlendi norður í Héðinsfirði þar sem fjölskylda hans festi kaup á landskika. Þar hefur hann dvalið löngum stundum í huganum og eru skuggarnir sem vatnagróðurinn býr til ofan í mýrlendinu kveikjan að verkunum á sýningunni. Mýrarskuggar verða ljóðrænt náttúrufyrirbrigði – myrk augu – sem gefa sýn ofan í… Read more »

Björk Digital – Stafrænn sýndarveruleiki – Hörpu

Björk Guðmundsdóttir, fæddist 21. nóvember 1965 í Reykjavík. Björk er íslenskur popptónlistarmaður, sem hefur náð alþjóðlegri hylli. Snemma á ferli sínum var hún í nokkrum pönk- og djass-fusion hljómsveitum. Árið 1983 stofnaði hún ásamt fimm öðrum hljómsveitina KUKL, sem síðan þróaðist út í hljómsveitina Sykurmolarnir. Með þeirri hljómsveit hlaut Björk fyrst heimsfrægð. Þegar Sykurmolarnir hættu… Read more »

Blikktromman – Úlfur Úlfur

Blikktromman býður velkomna eina vinsælustu hljómsveit landsins og gesti októbermánaðar, Úlf Úlf. Úlfur Úlfur er rappdúett sem hefur starfað síðan 2011. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa mikla reynslu af fjölbreyttum tónlistarstefnum og skilar þar sér í einstakri nálgun á rapptónlist. Innblásturinn er lífið sjálft, íslenskur veruleiki, óraunveruleiki og allt þar á milli. Hljómsveitin hefur alla tíð hlotið… Read more »

Tilraunauppistand snýr aftur

Tilraunauppistöndin snúa aftur á BAR 11 Greipur Hjaltason, einn flippaðasti uppistandari landsins, verður kynnir kvöldsins, ásamt blöndu af allskonar reyndum og óreyndum grínistum. Tilraunauppistönd eru uppistönd þar sem nýir grínistar fá tækifæri til að spreyta sig og þeir reyndari prófa nýtt efni og halda sér í formi. Uppistand, töfrabrögð, spuni, tónlistargrín og öll möguleg grínform… Read more »

Yoko Ono: Ein saga enn…

Yoko ono er leiðandi myndlistarmaður á sviði tilrauna og framúrstefnu. Hún er iðulega tengd við listhreyfingar sem mótuðust á sjöunda áratugnum, eins og konseptlist, gjörninga, flúxus og viðburðalist (ein fárra kvenna sem tók virkan þátt í þeim). Fyrst og fremst hefur hún þó verið frumkvöðull í að endurskoða listhugtakið, draga listaverkið sem hlut í efa… Read more »

Fantasía Disneys í Hörpunni

Fáar teiknimyndir hafa vakið jafn almenna aðdáun og Fantasía Disneys. Myndin markaði tímamót þegar hún kom fyrst út árið 1940 þar sem sígildri tónlist og teiknimyndum var blandað saman á eftirminnilegan hátt. Nú gefst aðdáendum klassískra teiknimynda tækifæri til að koma á glæsilega bíótónleika í hæsta gæðaflokki með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem tónlist við upprunagerð… Read more »

Ættkvísl: Úlfabaunir

Miðvikudaginn 12. október kl. 17 verður vídeóverkið Ættkvísl: Úlfabaunir sýnt í Bíó Paradís. Höfundarnir eru Ásta Fanney Sigurðardóttir og Kött Grá Pje. Verkið byggist á hinu talaða orði en það er unnið fyrir Lestrarhátíð í Bókmenntaborg 2016 sem er haldin í október og tileinkuð samspili orða og mynda. Verkið, sem er stuttmynd, tengir kvikmyndina við… Read more »

Icelandic Sagas: The Greatest Hits

Tveir af frambærilegustu leikurum þjóðarinnar kynna Íslendingasögurnar – Brot af því besta á 75 mínútum – Stórskemmtilega leikhús rússíbanareið í gegnum þjóðararf íslensku fornbókmenntanna. Íslendingasögurnar eru 40 sannar sögur af fyrstu kynslóðum íslenskra landnema – Það er að segja Íslendingar segja að þær séu sannar. Flestir aðrir segja: Nei Heyrðu nú Hemmi minn! Allir geta… Read more »

Hetjuhljómkviðan Hörpu

Hetjuhljómkviða Beethovens er eitt af tímamótaverkum tónlistarsögunnar, kynngimagnað verk sem sprengdi öll viðmið um það hvað sinfónía átti að vera. Innblásturinn að verkinu er sagður hafa verið sjálfur Napóleón, en þegar hann tók sér keisaranafnbót dró Beethoven tileinkunina til baka. Tónlistin er þó eftir sem áður innblásin af ímynd hetjunnar, kraftmikil og djörf. Magnus Lindberg… Read more »

Horft frá brúnni í Þjóðleikhúsinu

Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar, um forboðnar ástir, svik og frelsisþrána Horft frá brúnni er eitt magnaðasta leikrit 20. aldarinnar. Áhrifamikil saga um örlög alþýðufólks í hafnarhverfi í New York, verk um forboðnar ástir, svik og leitina að frelsi í landi tækifæranna. Hafnarverkamaðurinn Eddie Carbone og Beatrice eiginkona hans hafa gengið Katrínu, systurdóttur Beatrice, í… Read more »