Langur laugardagur aðventunnar markar upphaf jólavertíðarinnar í miðborginni. Kostakjör á Föstudegi til fjár (Svörtum föstudegi) rýmdu til fyrir splunkunýrri jólavörunni. Flestir eru sammála um að sjaldan, ef nokkru sinni, hafi miðborgin verið jafn jólaleg og fallega skreytt. Verslanir eru opnar lengur en ella á Löngum laugardegi, en þeim rekstraraðilum hefur fjölgað mjög á undanförnum mánuðum… Read more »
Month: desember 2016
Aðventuapinn færir þér verðlaun…ef þú finnur hann!
Aðventuapinn HRELLIR verður á vappi í miðborginni fram að jólum og þeir sem finna hann á förnum vegi eiga von á góðu. HRELLIR er grænn að lit og felur sig í nýrri verslun á hverjum degi, en þeir sem festa á honum auga setja nafn sitt og síma í sérstakan jólapóstkassa sem síðan verða dregnir… Read more »
Novasvellið er opið
Nova í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samsung opnaði skautasvell á Ingólfstorgi þann 1. desember eins og í fyrra. Ingólfstorg umbreytist því í Ingólfssvell. Jólaþorp er í kringum Ingólfssvellið þar sem hægt er að versla m.a. veitingar og útivistarfatnað. Jólaskreytingar og jólatónlist sjá svo um að skapa rétta jólaandann. Enginn aðgangsaeyrir er á svellið en hægt er að… Read more »
Vel sótt matarhátíð í Hörpu um helgina
Um fimmtíu framleiðendur víðs vegar að af landinu tóku þátt í jólamatarmarkaði Búrsins sem haldinn var í Hörpu um helgina. Alls konar góðgæti var á boðstólnum svo allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það var í jólapakkann, hátíðarmatinn eða til að gera vel við sig á aðventunni. Slow food samtökin voru með… Read more »
Glæsilegt Jólatorg við Hljómalind opnað
Nýju Jólatorgi við Hljómalind verður opnað á morgun ,fimmtudag kl. 15:00. Dagur Eggertsson opnar torgið formlega, rækilega studdur jólasveinum, kór og hljómsveit. Þetta verður skemmtilegur markaður þar sem ýmislegt gómsætt og árstíðabundið verður á boðstólum auk skemmtilegrar gjafavöru. Jóladagskrá verður með reglubundnum hætti á torginu og jólalögin fá að hljóma daglega til kl. 22:00 fram… Read more »
“Sem jólamynd frá Hollywood”
Mikill fjöldi erlendra ferðamanna dvelur nú á Íslandi sem á undanförnum árum, en vöxtur í ferðamennsku hér hefur verið langmestur á vetrartímanum. Margir þeirra ferðast í hópum og minna stundum á fiskitorfur sem hreyfast um árfarvegi miðborgargatna og stöðvast þá helst til að hlýða á fagnaðarerindi fararstjóranna. Einn slíkur messaði yfir söfnuði sínum á Laugavegi… Read more »
Tenórarnir þrír, dívurnar þrjár og rappararnir þrír taka sér jólafrí á Þorláksmessu 2016
Margir hafa velt því fyrir sér hvar tenórarnir þrír, dívurnar þrjár eða rappararnir þrír muni syngja inn jólin að þessu sinni. Svarið er einfalt: Innra með sjálfum þér í nafni heilagrar þrenningar. Ónefnd þrenning mun snúa aftur að ári og stíga á stokk en að þessu sinni rifjum við upp allar þrenningar og minnumst þess… Read more »
Recent Comments