Month: nóvember 2015

Föstudagur til fjár á morgun!

Á morgun er upplagt að leggja leið sína í miðbæinn og gera góð kaup því fjöldi verslana verða með brennheit tilboð og útsölur gjafavöru. Fyrirmyndin að Föstudegi til Fjár er Black Friday, sem tíðkast í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. Opnunartíminn er einnig lengdur í mörgum verslunum, eða til kl. 20. Fyrstur kemur, fyrstur fær!

Tendrun Oslóartrésins er í dag

Tendon Oslóartrésins er í dag. Dagskráin er sem hér segir: 15:30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög við Oslóartréð. Stjórnandi Lárus Halldór Grímsson. 16:00 Gerður G. Bjarklind býður fólk velkomið. Dagskráin verður túlkuð á táknmáli 16:03 Söngvararnir, þau Ragnheiður Gröndal og Stefán Hilmarsson stíga á svið og syngja jólalög ásamt hljómsveit. 16:10 Khamshajiny Gunaratnam (Khamzy) varaborgarstjóri Oslóar… Read more »

Airwaves miðviku – Miðborgarvaka

Á morgun, miðvikudaginn 4.nóvember hefst Iceland Airwaves hátíðin. Samhliða hátíðinni er venjan sú að efnt er til miðborgarvöku og haft opið í verslunum fram eftir kvöldi og fólki gefinn kostur á sértilboðum, léttum veitingum og því að meðtaka Airwaves andann á off-venue tónleikastöðum víðs vegar um miðborgina. Að þessu sinni verður Miðborgarvakan sama dag og… Read more »